Fréttir

Gullmót Kr

Sund | 29.01.2009

F.h er ferð suður til Rvk hjá bláum og gullhóp þann 13-15 febrúar n.k á Gullmót Kr og munum við senda út upplýsingar um þá ferð fljótlega. Ég vonast til þess að við fjölmennum á þetta mót og verðum bæjarfélaginu, Sundfélaginu og okkur sjálfum til sóma. Það hafa verið erfiðar æfingar undanfarnar vikur og mikill hugur í okkur.

 Laugardalslaug , 13.-15 . febrúar 2009

 Almennar upplýsingar

 

Gullmót KR 2009 fer fram í Laugardalslaug i 50 m brautum. Mótið er að miklu byggt á Unglingamóti KR sem haldið var i 22 skipti i Sundhöllinni við Barónsstig og  naut afar mikilla vinsælda öll þessi ár. 5. Gullmót KR er opið öllum aldursflokkum þar sem keppt er i 82 greinum í 6 mótshlutum, auk KR Super Challenge á laugardagskvöldi. Eins og áður verður keppendum boðið uppá góða gistingu og mat í Laugalækjarskóla meðan á mótinu stendur. . 

 

Fjöldi keppenda

Gert er ráð fyrir um 400- 450 keppendum á mótið  frá um 25 sundféögum.

 

 

KR Super Challenge, 100.000 kr verðlaunafé -happdrætti  Á laugardagkvöldinu fer fram keppnin KR SUPER CHALLENGE 50 m. þar sem tónlist, sund, skemmtun og ljósagangur verða í aðalhlutverki. Keppt verður í 50 metra flugsundi 8 karlar og 8 konur með úrsláttarfyrirkomulagi. Undanrásir fara fram á föstudagskvöldinu þar sem þeir 8 bestu öðlast þátttökurétt á KR SC. kvöldið. Í fyrsta riðli keppir fyrsti maður við þann áttunda. Annar við þann sjöunda og svo framvegis. Peningaverðlaun verða veitt fyrir 1. og 2. sætið.

 

  • 1. sæti í KR Super Challenge 20.000 kr
  • 2. sæti í KR Super Challenge 10.000 kr
  • Landsmet; Bang og Olufsen sími að verðmæti 60.000 kr.

Aukasund á KR SC
8 bestu telpurnar og drengirnir og 8 bestu sveinarnir og meyjaranar keppa einnig til úrslita í einum úrslitariðli um kvöldið. Undanrásir  fara fram á föstudagskvöldinu 
Frír aðgangur er inn á KR SC mótið á laugardagskvöldinu.

 

 Verðlaunaveitingar / verðlaunafé

Keppt verður í 82 greinum í  aldursflokkunum 10- 12 ára 13- 14 ára 15 ára og eldri, verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti í öllum greinum, auk þess fá allir hnokkar og hnátur  þátttökuverðlaun. Einnig verða greidd sérstök verðlaun fyrir landsmet og fyrsta mótsmet sundmanns sem sett verða á mótinu.

  • Landsmet: 15.000  
  • 3 stigahæstu einstaklingarnir fyrir 3 bestu sundin 1. sæti 20.000 2. sæti 10.000 3. sæti 5.000
  • Mótsmet: besti tími í grein óhað aldri: 5.000 kr
  • Aldursflokka mótsmet sérstök verðlaun
  • Riðlaverðlaun eru veitt i öllum greinum
  • Meðan á  KR SC  stendur verða dregnir út nokkrir góðir happdrættisvinningar

Greinar

Á föstudag verður keppt í opnum flokki í öllum 50 metra greinum og auk þess 800 m. skrið kvenna og 1500 m skrið karla. Synt verður í 50 metra braut alla mótshelgina. Á mótinu verður ræst yfir höfuð.

 

 

Hér er hægt að nálgast þær greinar sem verða synntar á mótinu ásamt áætlun á tímasetningu mótshluta. 

 Athugið að piltar og stúlkur (f. 1992, 1993 og 1994) keppa í opnum flokki karla og kvenna.


 

Áætlaðar tímasetningar einstakra mótshluta.

 

Áætlanir.

 

13. ferbrúar.

 1. mótshluti       upphitun  kl. 15.30 keppni 16.30 - 20.00  Opinn flokkur.

14. febrúar.

 2. mótshluti      upphitun           kl. 7.30            keppni kl    8.30 - 11.45          13 ára og eldri.

 3. mótshluti      upphitun           kl. 12.00          keppni kl. 13.00 - 15.00          12 ára og yngri.

 4. mótshluti      upphitun           kl. 15.00          keppni kl. 16.15 - 18.15          13 ára og eldri.

KR Super Challenge                 kl. 19.30 - 21.00    Úrslitasund frá föstudagskvöldi.

15. febrúar i 50 m flugsundi 

 5. mótshluti     upphitun           kl.   8.00          keppni  kl.   9.00  - 12.15          13 ára og eldri

 6. mótshluti     upphitun           kl. 13.00          keppni  kl. 14.00  - 17.00          12 ára og yngri

 

Aldur miðast við fæðingarár keppanda

ATH: Mótanefnd áskilur sér rétt til að takmarka þátttöku í einstaka mótshluta þannig að tímaáætlanir mótsins geti staðist. Tímanlegar skráningar geta gefið forgang inn á mótið.

 

 

Stigakeppni

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráningar

Stigakeppni sundfélaga
Keppt verður um stigabikar í félagakeppni. Keppendur í hnokka- og hnátuflokki fá 1 stig fyrir hvert löglegt sund. Í öðrum aldursflokkum verða gefin stig fyrir fyrstu 10 sætin á eftirfarandi hátt 12-10-8-7-6-5-4-3-2-1. Stig fyrir boðsund verða tvöfalt hærri. Aðeins ein sveit í hverjum aldursflokki getur synt til stiga frá hverju félagi og skal það vera A-sveit félagsins. Athugið að piltar og stúlkur keppa í opnum flokki karla og kvenna og fá aðeins stig fyrir félag sitt fyrir árangur hinum opna flokki. Í 50 m greinunum á föstudegi er stigakeppnin i einum aldursflokki, opnum flokki. Veitt verða stig fyrir 10 efstu sætin í greinum föstudagsins, opnir flokkar 

Stigakeppni einstaklinga
Verðlaun verða veitt fyrir þrjá stigahæstu einstaklingana í eftirtöldum aldursflokkum 17ára og eldri, pilta og stúlkna, drengja og telpna, sveina og meyja fyrir samanlögð stig í þremur greinum samkvæmt ISP stigatöflu. Deila