Fréttir

Páskamót Sunddeildar Vestra

Sund | 10.03.2016

Þann 19. mars mun Sunddeild Vestra halda sitt árlega páskamót. Upphitun hefst kl. 09:00 og mótið sjálft hefst kl. 10:20.

Í hádeginu verður sér keppnishluti fyrir 10 ára og yngri en sá hluti hefst kl. 12:00. Þar verður keppni fyrir börn fædd 2006 og 2007 í 50m skriðsundi og/eða 50m bringusundi og fyrir börn fædd 2008 og 2009 í 16m bringusundi og/eða 16m skriðsundi.

Á mótinu verða öllum keppendum boðin þáttökuverðlaun.

Deila