Yngri flokkar

Keppnis- og æfingafatnaður knattspyrnudeildar Vestra fæst hjá Jako. Jakosport kemur vestur á hverju ári svo hægt sé að máta fatnað. Einnig er hægt að fara í verslun þeirra í Kópavogi. 

Þegar keppt er fyrir hönd félagsins, er ætlast til þess að keppendur séu í Vestra keppnisbúning, en hann inniheldur, sokka, stuttbuxur og treyju. Það er þó að sjálfsögðu hægt að óska eftir því að kaupa notaðan fatnað eða fá lánaðan búning.

Knattspyrnudeild Vestra notast við númerakerfi í yngri flokkunum. Númerakerfið virkar þannig að börn fædd á ári með sléttri tölu skipta á milli sín öllum sléttum tölum og börn fædd á ári með oddatölu skipta öllum oddatölunum. Það er gert vegna þess að venjan er að tveir árgangar séu saman og þegar keppt er í Íslandsmóti. Á Íslandsmóti, sem hefst í 5. flokki, eru skráðar leikskýrslur með númerum og þá mega tveir leikmenn ekki bera sama númer inni á vellinum.

Frátekin númer má sjá á númeralista hér.

 

*Gott er að taka það fram að búningarnir, og þá helst treyjurnar, breytast á 2ggja ára fresti. Árið 2023 koma nýjar treyjur og þá næst árið 2025. 

Styrktaraðilar