Fréttir

Vestri mætir Selfossi í kvöld

Körfubolti | 17.02.2020

Vestri tekur á móti Selfossi í 1. deild karla mánudaginn 17. febrúar. Mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Selfyssingar sitja í sjötta sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Vestra sem er í fimmta sæti. Taflan gefur þó ekki rétta mynd af stöðunni því Vestri á til góða frestaða leiki frá því fyrr í vetur. Liðið hefur leikið 15 leiki á meðan flest önnur lið hafa leikið 18 eða 19 leiki. 

Leikurinn hefst kl. 19:15 og grillið verður orðið heitt upp úr 18:30 með ljúffengum Vestraborgurum.

Efirleikur á Edinborg Bistro á sínum stað strax að leik loknum og eru allir stuðningsmenn liðsins velkomnir þangað.

Styðjum strákana til sigur! Allir á Jakann!

Áfram Vestri!

Deila