Fréttir - Sund

Páskamót 27. mars

Sund | 27.03.2015 Sæl öll.

Hér er dagskráin fyrir páskamótið og svo dagskráin fyrir páskafríið.

Upphitun hefst 15:00 - mótið kl.15:45.

Hlé klukkan 16:30 Sundsýning HSV, eftir sundið er þáttakendum veitt þátttökuverðlaun (páskaegg) og tekin mynd af hópnum. Mótið heldur áfram kl. 16:50

Mótslok og verðlaunaafhending kl. 17:30 Kaffi og með’í í boði í andyrir sundhallarinnar.
Páskavikan:

Æfingartímar halda sér en svo verður frí á föstudaginn langa (3. apríl) og anna í páskum (6. apríl). Nánar

Actavismót SH - upplýsingar og fararstjórn.

Sund | 16.03.2015

ATH! Það vatnar fararstjóra fyrir Actavismótið á næstu helgi. Um er að ræða lúxusferð fyrir einn. Ferðin hefst á föstudegi kl.15:00 og er gist fyrstu nótt í lúxusumhverfi af eigin vali. Næsta nótt verður í faðmi Vestrapúkanna á hótel SH Ásmeginn í Ásvallarlaug. Sá eða sú sem vill njóta samveru úrvals einstaklinga og upplifa keppnisstemningu í Hafnarfirði verður að skila inn umsókn á palljanus87@gmail.com eða á Facebook sínuða Páll Janus Þjálfari ekki síðar en á þriðjudag.


Við munum leggja af stað frá Sundhöllinni á föstudaginn kl.15:00 og munu krakkarnir gista hjá vinum og vandamönnum fyrstu nóttina (20.-21.). Krakkarnir þurfa svo að vera mætt í upphitun í Ásvallalaug kl.08:30 á lagardagsmorgninum. Ef einhvern vantar far á mótstað þarf að láta vita af því helst sem fyrst svo hægt sé að vera samferða eða redda skutli og slíku.
Snæddur verður hádegisverður á staðnum og hefst upphitun fyrir seinni hluta laugardagsins kl.14:30. 

Á laugardagskvöldinu munum við borða kvöldmat hjá SH í Ásmeginn í Ásvallalaug en svo er svigrúm til að gera eitthvað skemmtilegt á laugardagskvöldinu.
Á sunnudeginum hefst upphitun kl.08:30 og er áætlað að keppni ljúki uppúr hádegi. Þá verður lagt af stað aftur vestur og áætlað að allir séu komnir heim einhverntíma eftir kvöldmat.

Ég vill minna á fyrirkomulagið sem kynnt var að foreldrafundinum en ef einhverjir sundmenn þurfa sérstaka aðstoð af einhverju tagi eða þá að foreldrar/forráðamenn vilja láta vita af einhverju þá þarf að skila slíku inn skriflega annað hvort í tölvupósti á mig (palljanus87@gmail.com) eða Pom (pom@snerpa.is) eða með skilaboðum á Facebook síðuna Páll Janus Þjálfari.

Frekari upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu SH,http://www.sh.is/id/1000431, en ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.

Kveðja,
Páll Janus Þórðarson

Nánar

Fundargerð af foreldrafundi 5.3.2015

Sund | 08.03.2015 Fundargerð af forledrafundi sem hanldinn var í kjallara Sundhallarinnar við Austurveg þann 5. mars 2105. Nánar

Foreldrafundur fimmtudaginn 5.mars kl.19:00

Sund | 28.02.2015 Sæl öll.

Næstkomandi fimmtudag, 5. mars, verður haldin foreldrafundur hjá Sundfélaginu Vestra klukkan 19:00 í kjallara Sundhallarinnar, félagsmiðstöðinni.
Á fundinum verður rætt:

Sameining Íþróttafélaga á svæðinu
Útlandaferð og fjáraflanir
Páskamót
Mætingarverðlaung Gull- og Silfurhópa.

Kær kveðja,
Páll Janus Þórðarso Nánar

ÓVEÐUR - æfingar

Sund | 26.02.2015 Sæl öll.

Eins og staðan er núna kl.10:45 þá stefnum við á að halda uppi æfingum hjá Vestra. Það er hinsvegar sett í hendur foreldra að meta hvort krakkarnir mæti eða ekki. Ekki verður tekin niður mæting í dag.

Kv. Páll Janus Þórðarson Nánar

Gullmót KR - uppgjör

Sund | 17.02.2015 Sundfélagið gerði sér ferð á Gullmót KR helgina 13. - 15. febrúar. Nánar

Frí á æfingu í dag 16. febrúar.

Sund | 16.02.2015 Sæl öll.

Það er frí á æfingu í dag, 16. febrúar, hjá öllum hópum Vestra.

Uppgjör af Gullmóti KR er væntanlegt en fyrirhuguð skemmtikvöld sem var áætlað að vera með í þessari viku verður frestað þar til í næstu viku. Nánari upplýsingar um þau koma síðar í vikunni.

Kv. Páll Janus Þórðarson Nánar

Gullmót KR - upplýsingar

Sund | 10.02.2015 Á meðfylgjandi hlekk má finna upplýsingar um Gullmót KR. 

http://www.kr.is/sund/wp-content/uploads/sites/11/2015/01/Gullmot2015upplýsingar.pdf

Við stefnum á brottför frá Ísafirði kl.07:00 á föstudagsmorguninn og verðum þá vonandi komin milli 14:00 og 15:00 til reykjavíkur. 
Á sunnudeginum er svo áætluð brottför frá Reykjavík kl.13:30, en við munum ekki keppa á síðasta hlutanum sem fer fram eftir hádegi á sunnudeginum.

Ef einhver hefur frekari spurningar um mótið endilega hafið samband.

Kveðaj.
Páll Janus Þórðarson
Nánar

Foreldravikan hafin.

Sund | 10.02.2015 Nú er komin í gang hjá okkur foreldravika þar sem að foreldrum er boðið að mæta á æfingar ogfylgjast með af bakkanum. Þessa vikuna eru æfingar með breyttu sniði þar sem við erum á fullu í undirbúningi fyrir Gullmót KR og mikið um hröð sund og hamagang í lauginni. Fyrsta heimsóknin okkar var í gær á fyrsta degi foreldravikunnar og verða þær vonandi fleirri.

Kveðja.
Páll Janus Þórðarson Nánar

Vinavikan í gangi.

Sund | 02.02.2015 Nú er vinavikan í gangi hjá okkur og hvet ég alla til að bjóða vinum með sér á æfignu. Þetta er rétti tíminn til að komast að því hvort ekki blundi lítill Vestrapúki í mannskapnum sem er að reyna að brjóta sér leið út.
Af gefinni reynslu finnst mér rétt að minnast á að þeir sem að eru að stíga sín fyrstu skref í íþrótt eins og sundi þurfa ekki að vera hræddir við að prófa en það getur verið mjög erfitt að klára fyrstu æfingarnar. Sundíþróttrin er mjög ólík öðrum íþróttum hvað áreynslu varðar og getur tekið smá tíma að venjast því að þurfa að passa uppá öndun og þess háttar. Það eru því sérsniðnar æfingar sem henta bæði byrjendum sem lengra komnum í þessari sérstöku vinaviku okkar.

Með Vestrakveðju,
Páll Janus Þórðarson Nánar