Fréttir - Sund

Æfingataflan 2015-2016

Sund | 28.08.2015 Hér koma æfingatímar fyrir veturinn 2015-2016, ég vill benda á að taflan gæti tekið breytingum en verða þær bæði birtar hér og tilkynntar yðkenndum og aðstandendum.

  Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
Gull 05:50-07:00   05:50-07:00   05:50-07:00 09:00-10:00
19:30-21:00 16:30-18:00 19:30-21:00 16:30-18:00 17:15-18:15  
           
Silfur 15:00-16:30   15:15-16:45   15:15-16:15 Val 09 - 10
           
Sundskóli 1   15:00-15:40   15:00-15:40    
           
Sundskóli 2   15:40-16:20   15:40-16:20    
           
Garpar   06:00-07:00   06:00-07:00   08:00-09:00
           
Nánar

Sundskóli

Sund | 27.08.2015

Nú eru skráningar í sundskólann að hefjast.
ATH! Þeir sem hafa þegar skilað inn skráningu eru beðnir um að endurtaka skráninguna til staðfestingar.
Skráningar berast á netfangið sundskolivestra@gmail.com og þurfa að innihalda:

---
Nafn og kennitölu barns
Nafn og símanúmer foreldra
Hvort barnið hafi áður farið á sundnámskeið, og þá hvar og hvenær
Hvaða námskeið er óskað eftir að barnið takt þátt í
---
Í boði verða tvær tímasetningar á sundskólanum, sundskóla 1 & 2, og munu báðir sundskólarnir standa yfir í 4 vikur.

Sundskóli 1 verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl.15:00 - 15:40
Sundskóli 2 verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl.15:40 - 16:20

Sundskólarnir hefjast þriðjudaginn 8. september og verður síðasti tíminn 1. október. Eftir það verður í boði að skrá börn á frammhaldsnámkeið ef þau hafa farið á námskeið áður og verða settar inn tímasetningar fyrir þau námskeið í lok september, sú skráning mun fara framm á sama hátt í gegnum netfangið sundskolivestra@gmail.com.

Með kærri kveðju fyrir hönd sundfélagsins Vestra,
Páll Janus Þórðarson

Nánar

Sundárið 2015-2016 - Félagafundur FRESTAÐ!

Sund | 19.08.2015 Félagafundinum hefur ferið frestað. Ný dagsetning kemur inn síðar. Nánar

Sumarfrí og fleira...

Sund | 31.05.2015 Fyrst vill ég þakka öllum kærlega fyrir frábært Vestfjarðameistaramót. Við erum enn að vinna úr niðurstöðum en þær verðar birtar hér á síðunni um leið og þær berast.

Nú er komið að sumarfríi hjá þeim iðkenndum Sundfélagsins Vestra sem ekki keppa á AMÍ. 


Uppgjör annarinnar er væntanlegt. Nánar

Vestfjarðameistaramót 2015 í Bolungarvík

Sund | 29.05.2015 Hér er tímaáætlun mótsins sem fer framm laugardaginn 30. maí.

-- Upphitun kl.08:30 - 09:30
1. Mótshluti kl.09:30 - 11:00
-- Hlé 11:00 - 11:30
2. Mótshluti 11:30 - 12:30 (HSV krakkar)
-- Hlé 12:30 - 13:00
3. Mótshluti 13:00 - 14:30
-- Mótslok 14:30/15:00
Pizzapartý 15:00

Bið alla að mæta tímalega og munið svo að taka góða skapið með!

Kv. Páll Janus

Nánar

Vormót Breiðablik

Sund | 13.05.2015

Lagt verður af stað frá Sundhöll Ísafjarðar klukkan 16:00. Það verða ekki sundæfingar þann dag fyrir þá sem eru að fara á mótið en mæting er korteri fyrir brottför.

Það sem þarf að vera meðferðis er:
Dýna
Sæng/svefnpoki & koddi
Nesti fyrir ferðalagið (t.d. samloka og svali. Það verður borðaður kvöldmatur á leiðinni í boði Vestra.)
Sundföt/keppnis sundföt (sundgleraugu og sundhetta)
Bakkaföt (stuttbuxur, bolur og skór)
Handklæði (2-3 stk.)
Afþreying á milli mótshluta (leyfilegt er að koma með spjaldtölvur, síma og tónlistarspilara en þau tæki eru alfarið á ábyrgð eigenda).
Föt til skiptana.
Góða skapið 

Ef frekari upplýsingar vantar eða þá að foreldrar/forráðamenn vilja koma upplýsingum á framfæri er hægt að hafa samband í síma 8668609 eða tölvupóst á palljanus87@gmail.com

Kv. Páll Janus Þórðarson

Nánar

Uppstigningardagur-æfing Gullhóps

Sund | 13.05.2015 Á morgun, Uppstigningardag, verður æfingin hjá Gullhóp klukkan 9 um morguninn og er búin klukkan 10.

Kv. Páll Janus Þórðarson Nánar

Maí-daskráin og smá júní líka.

Sund | 29.04.2015 Daskrá næstu tveggja mánaða. Nánari útlistanir koma svo fyrir hvern og einn viðburð þegar nær dregur. Nánar

Páskahappdrætti 2015

Sund | 02.04.2015

 

Páskaeggjahappdrætti 2015

Númerin eru

97- 74-54-35-22-15-191-209-232-272-279-297-299-348-382

Páskaegg er frá Nóa síríus

Hægt er að hringja í síma 8223161

Eða hjá Barnaföt Gyðuömmu Það er opið í dag frá 13:00 til 16:00 í dag skírdag

Takk fyrir Stuðninginn kæru Ísfirðingar 

Vestri

Nánar

Páskaæfingar

Sund | 30.03.2015 Sæl öll.

Hér eru æfingatímarnir næstu vikuna, í grófum dráttum haldast æfingar óbreyttar fyrir utan frí á föstudaginn langa og annan í páskum.

mánudagurinn 30. mars- Silfurhópur 15:00 til 16:00 & Gullhópur 16:00 til 17:00
þriðjudagurinn 31. mars- Gullhópur 18:00 til 19:00
miðvikudagurinn 1. apríl- Silfurhópurinn 15:00 til 16:00 & Gullhópur 16:00 til 17:00
fimmtudagurinn 2. apríl- Gullhópur 18:00 til 19:00
föstudagurinn 3. apríl (föstudagurinn langi)- frí
laugardagurinn 4. apríl- Gullhópur 09:00 til 10:00
mánudagurinn 6. apríl (annar í páskum)- frí

Svo halda æfingar áfram eins og venja er.

Endilega látið berast Nánar