Fréttir - Sund

breytt tímasetning á Aðalfundi Vestra

Sund | 02.06.2014

Kæru foreldrar við höfum ákveðið að breyta tímasetningu á aðalfundinum okkar.

Hann átti að vera á fimmtudaginn kl: 20:00 en vegna þess að það er útskrift hjá Grunnskólanum höfum við ákveðið að færa hann til mánudagsins 9.júní.

Nánar

Velheppnað Vestfjarðamóti lokið

Sund | 25.05.2014 Vestfjarðameistarar 2014 :
Hnokkar (9-10 ára): Jóhann Samúel Rendall - UMFB
Hnátur (9-10 ára): Arndís Magnúsdóttir - Vestri 
Sveinar (11-12 ára): Nikodem Júlíus Frach - Vestri 
Meyjur (11-12 ára): Katla María Magdalena Sæmundsdóttir - Vestri 
Drengir (13-14 ára): Mikolaj Ólafur Frach - Vestri 
Telpur (13-14 ára): Karolína Sif Benediktsdóttir - UMFB
Piltar (15-17 ára): Stefán Kristinn Sigurgeirsson - UMFB
Stúlkur (15-17 ára): Guðný Birna Sigurðardóttir - Vestri 
Karlar (18+): Maksymilian Frach - Vestri 
Konur (18+): Laufey Hulda Jónsdóttir - Vestri 
Lið: Sundfélagið Vestri
Nánar

nýjar fréttir

Sund | 12.05.2014

Kæru foreldrar,

Núna fer að styttast í lok þessa tímabils og framundan er 

Sundmót Vestfjarðameistaramótið

Laugardaginn 24.maí og sunnudaginn 25.maí



og í ár er það í Bolungarvík

Sunddeild Fjölnis og sunddeild Grindavíkur ætla að heimsækja okkur og vera með á mótinu sem gerir það aðeins stærra og skemmtilegra og okkur vantar alltaf foreldra til að hjálpa okkur með tímatökur

.   Þetta mót er síðasta mótið til þess að ná lágmörkum inn á AMÍ.

Fimmtudaginn 12.júní - sunnudagsins 15.júní verður AMÍ (aldursflokkameistaramót Íslands) haldið í Vatnaveröld, Keflavík.

Þetta er lágmarkamót og eins og ég tók fram þá verður Vestfjarðameistarmótið síðasti séns fyrir krakkana að ná lágmörkum inn á þetta mót. Lágmörkin eru erfið og það er alls engin skömm í því að ná ekki inn en á sama tíma rosalega sætt að ná lágmarki :)

 

ÆFINGAR:
Það æfa allir fram að AMÍ sama hvort þau nái lágmarki inn eða ekki.  Við ætlum síðan að gera e-ð skemmtilegt með krökkunum til þess að ljúka tímabilinu, annað hvort í vikunni fyrir AMÍ eða eftir AMÍ, erum ekki alveg búnar að ákveða það við Ástrós.  Látum ykkur vita þegar nær dregur.

FJÁRAFLANIR:

Við verðum með fjáröflun fyrir AMÍ í vikunni eftir Vesfj.mót, fyrir þau börn sem fara á AMÍ. 

Ætlum að vera með dósasöfnun. Sendum póst varðandi þetta strax eftir Vestfj.mót.

 



Nánar

Aðalfundur

Sund | 12.05.2014 Aðalfundur sundfélagsins Vestra

verður haldinn fimmtudaginn 5.júní 2014
klukkan 20:00 í Vallarhúsinu. 

 

Dagskrá:

-Venjuleg aðalfundarstörf 

Hvetjum fólk til að mæta og hafa áhrif á starf Vestra.


Stjórn Vestra


 

Nánar

Páskaeggjahappdrætti

Sund | 17.04.2014 Nú er búið að draga í happdrættinu og búið að kerra þeim heim til vinnigshafa
við fengum Jóhönnu Fylkisdóttir til að draga fyrir okkur til heiðurs föðurs hennar Fylkis Ágústssonar sem var einmitt enn af þeim sem hófu að selja páskaeggjahappdrættið fyrir Vestra. Fylkir var mikill  sundmaður og sundþjálfari hjá Vestra og vann mikill og góð störf fyrir Vestra. 15.miðar voru dreginn upp úr skálinni  og fóru þeir allir á góða staði

Takk fyrir
frábæru Ísfirðingar fyrir stuðninginn Nánar

kæru Foreldrar og sundkappar

Sund | 18.03.2014 Páskamótið er næst á dagskrá hjá okkur það verður haldið í sundhöll Ísafjarðar laugardaginn 5.april
upphitun hefst klukkan 09:00 og mótið klukkan 10:00

okkur vantar tvo tímaverði á hverja braut þess vegna er frábært að fá sem flesta foreldra á svæðið
 
og hafa gaman saman :) Nánar

Dagskrá yfir sundmót og æfingabúðir vor 2014

Sund | 15.10.2013

Helgin 7.-9. febrúar:

Gullmót KR í laugardalslaug

Í kringum páska:

Páskaeggjamót Vestra

Helgin 11.-13.apríl:

ÍM 50m laug í laugardalslaug

Í endan maí:

Vestfjarðarmeistaramót

Helgin 12.-15.júní:

AMÍ - Aldursflokkameistaramót Íslands (15 ára og yngri) Vatnaveröld Keflavík

Helgin 27.-29.júní:

UMÍ - Unglingameistaramót Íslands (15 ára og eldri)

 

 

Nánar

Dagskrá yfir sundmót og æfingabúðir haust 2013

Sund | 15.10.2013

Helgin 15.-17.nóvember:

Æfingabúðir í Bolungarvík með UMFB, Grindavík og Borgarnesi.

Föstudagur 15.nóv = Æfingabúðir

Laugardagur 16.nóv = Æfingabúðir

Sunnudagur 17.nóv = Sundmót

Helgin 22.-24.nóvember:

ÍM 25m laug. 

Helgin 13.-15.desember:

Unglingamót Fjölnis

Milli jóla og nýárs:

Jólamót Vestra

Nánar

Skráning

Sund | 27.08.2013

Sæl öll

það er komin tími til að skrá sig í Vestra.

Skráning hefst í sundhöllinni í þessari viku 27-30. ágúst
kl 17-18.

Stjórn Vestra

Nánar

Aðalfundur

Sund | 16.04.2013 Aðalfundur sundfélagsins Vestra verður haldinn á 2.hæð sundhallarinnar á Ísafirði, þriðjudaginn 23.apríl kl.20:00.

Dagskrá:
-Kosning formanns
-Kjósa þarf 3 stjórnarmenn
-Venjuleg aðalfundarstörf 

Hvetjum fólk til að mæta og hafa áhrif á starf Vestra.

Stjórn Vestra
Nánar