Fréttir

Allt íþróttastarf fellur niður

Vestri | 22.03.2020

Heilbrigðisráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að hlé verði gert á öllu Íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.

Enn fremur er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.

Hér að neðan er tengill á tilkynninguna:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/20/Leidbeinandi-vidmid-um-ithrotta-og-aeskulydsstarf-i-ljosi-takmorkunar-a-skolastarfi-og-samkomum/

Deila