Fréttir

Getraunaleikur Vestra veturinn 2016-2017

Vestri | 16.11.2016
Það eru glæsileg verðlaun í boði í Getraunaleik Vestra!
Það eru glæsileg verðlaun í boði í Getraunaleik Vestra!

Föstudaginn 18. nóvember kl. 20:30 ætlum við að hittast í Skúrnum við Húsið og setja formlega af stað getraunaleik Vestra veturinn 2016/17.

Spilaðar verða 15 umferðir í vetur og hlýtur sigurvegarinn stórglæsilegan vinning, hvorki meira né minna en gjafabréf á leik í enska boltanum að andvirði kr. 200.000! Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og kynnast kerfinu sem verður notað eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á aðstoð við að skrá sig í sölukerfi getrauna og leikurinn kynntur. Veitingar í boði félagsins.

Gleymum því ekki að með því að heita á Vestra í gegnum sölumenn félagsins þá fær félagið 27% af andvirði miðans (söluverð, ekki vinning). Það er því til mikils að vinna fyrir félagið. Leikurinn mun síðan hefjast formlega á laugardeginum og verður opið hjá sölumanni félagsins kl. 11:30 – 14:00 en þá lokar sölukerfið fyrir umferð dagsins.

Deila