Fréttir

Mátun og sala íþróttagalla fyrir Vestra

Vestri | 21.11.2016

Mánudaginn 21. nóvember 2016, frá klukkan 16-20, fer fram mátun og sala á æfingagöllum og öðrum íþróttabúnaði fyrir Íþróttafélagið Vestra. Mátunin fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi. Vörurnar eru frá Jako og spanna allt frá sokkum yfir í heila æfingagalla. Einnig verður hægt að kaupa bakpoka og íþróttatöskur. Nánari upplýsingar í myndinni sem fylgir þessari frétt.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta þetta góða tilboð. Vörurnar eru tilvaldar í jólapakkann.

Deila