Karlalið Vestra í blaki hóf sitt sjöunda tímabil í efstu deild um helgina, þegar fulltrúar Austurlands, Þróttur í Fjarðarbyggð, lagði land undir fót og mættu okkar mönnum í Torfnesi.
Spilaðir voru tveir leikir sem voru hin mesta skemmtun, enda afar jafnir og háspenna á köflum.
Í laugardagsleiknum skiptust liðin lengst af á því að skora stig. Fyrsta hrinan var þannig jöfn í stöðunni 10-10, 14-14 og 18-18. Þá tóku heimamenn á sig rögg, náðu fjögurra stiga forskoti og skiptu út helminginn af liðinu. Fyrsta hrinan endaði 25-22. Önnur hrina var áþekk, jafnt í 4-4, 12-12 og 14-14. En í stöðunni 19-18 fyrir Vestra, bættu heimamenn í og tóku 6 stig á móti einu stigi gestanna. Sama er að segja um þriðju hrinuna, jafnt í stöðunni 2-2, 10-10 og 16-16. Vestramenn áttu lokaorðin í hrinunni, með þremur síðustu stigunum og kláruðu hana 25-21 og leikinn þannig 3-0.
Stigahæstir í leiknum voru hjá Þrótti þeir Raul Garcia Asensio, með 16 stig, og Leonardo Aballay með 8 stig. Hjá Vestra voru þeir Sverrir Bjarki með 11 stig og Benedikt og Adria með 8 stig hvor.
Sunnudagsleikurinn var enn jafnari, en þá mættu gestirnir ákveðnir á leikstað. Fyrsta hrinan var þannig jöfn í stöðunni 3-3, 5-6, 8-8 og 13-13. Gestirnir náðu þá að slíta sig aðeins frá heimamönnunum og luku hrinunni með 4 stiga mun, 25-21. Önnur hrinan var áþekk, þar sem liðin skiptust á að leiða. Þannig náðu Þróttarar á einum tíma 5 stiga forskoti. En jafnt var í stöðunum 4-4, 13-13, 19-19 og 21-21. Vestramenn áttu svo lokaorðin í hrinunni og luku henni 25-22. Þriðju hrinu leiddi Vestri nánast allann tímann, en Þróttarar komust yfir í stöðunni 9-8, annars leiddi Vestri og luku hrinunni 25-21. Fjórðu hrinuna byrjuðu Vestrapiltar betur og leiddu megnið af tímanum og náðu all nokkru forskoti á tímabili, 9-3. Þróttarar gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að jafna í stöðunni 17-17. Á endasprettinum voru Þróttarar sterkari og náðu að klára hana 25-23 og knýja fram oddahrinu. Í oddahrinunni var Vestri sterkara liðið, og náðu að leiðna hana eftir stöðuna 3-3. Eftir því sem leið á hrinuna tognaði heldur á milli og lokatölur oddahrinunnar voru 15-10 og Vestri vann því 3-2.
Tölfræði úr seinni leiknum lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð.
Vinum okkar í Þrótti þökkum við fyrir komuna og óskum þeim góðar heimferðar.
Deila