Fréttir

Toppslagur í frystikistunni

Blak | 10.10.2025
Staðan í úrvalsdeild 9 október 2025
Staðan í úrvalsdeild 9 október 2025

Úrvalsdeildarlið Vestra á Íslandsmótinu kk í blaki, spilar sinn fimmta leik á tímabilinu seinna í dag, þegar liðið heimsækir topplið Hamars í Hveragerði.

Á þeim þremur vikum sem liðnar eru síðan tímabilið hófst, eru Vestrapiltar búnir að spila fjóra leiki og allir hafa þeir verið á móti liði sem heitir Þróttur.  Tveir fyrstu leikirnir voru heimaleikir á móti Þrótti Fjarðarbyggð, eins og fram kom í síðustu frétt.  Seinni tveir leikirnir voru svo útileikir á móti Þrótti Reykjavík.  

Fyrri leikurinn á móti Þrótti R. var stórkostleg skemmtun sem endaði í oddahrynu.  Þar náðu okkar menn að standa sína plikt, og lönduðu sigri 15-12 eftir mjög jafna bráttu.

Seinni leikurinn var ekki alveg jafn skemmtilegur, lauk með sigri Þróttar 3-0.

Íslandsmótið í vetur er spilað í þremur umferðum.  Það er ástæðan fyrir því að spilaðir eru tvíhöfðar svokallaðir, stundum í heimaleikjum en hina stundina í útileikjum.

En okkar menn hafa byrjað tímabilið með prýði og standa ágætlega að vígi eins og sjá má á meðfylgjandi stigatöflu.  Rétt er samt að taka fram að liðin hafa spilað mis marga leiki, Vestri, Hamar og HK hafa spilað 4 leiki, flest hin liðin 3.

Aðrar blakfréttir eru þær helstar að helgina 25-26 október fer fram túnnering í neðri deildunum á Íslandsmótinu í blaki.  Kvennaliðið okkar sem spilar í 3ju deildinni í vetur og fer fyrsta mótið fram á Húsavík.

B-lið karla spilar í 2. deild og verður fyrsta mótið haldið hér á Ísafirði.  Viljum við hvetja heimamenn til að mæta og hvetja strákana okkar í baráttunni.

Deila