Fréttir

Þrjú lið frá félaginu taka þátt í 2.Stigamót BLÍ í strandblaki á Þingeyri á laugardaginn

Blak | 02.07.2010

2. Stigamót BLÍ í strandblaki verður haldið á Þingeyri laugardaginn 3.júlí.
Mótið hefst kl 9 á laugardags morgni og verður reynt að keyra það í gegn á einum degi, en sunnudagurinn er hafður til vara ef það ekki næst. 
Tvö kvennalið og eitt karlalið frá Skelli taka þátt í mótinu í ár, en alls hafa 13 kvennalið og 7 karlalið skráð sig til leiks.
Við hvetjum alla til að kíkja á Dýrafjarðardaga um helgina og horfa á strandblakið, en á mótinu keppa bestu strandblakarar landsins.

Deila