Fréttir

6.-7. flokkur stúlkna á Símamótinu

Knattspyrna | 14.07.2025
Vestri Ásthildur Elma
Vestri Ásthildur Elma

Á þriðja tug Vestra stúlkna í 6.-7. flokki tóku þátt í Símamótinu í Kópavogi dagana 10.-13. júlí sl.

Símamótið var fyrst haldið árið 1985 og var þetta því 41. mótið í röðinni.

Um er að ræða stærsta knattspyrnumótið á landinu og fara allir leikir í mótinu fram á félagssvæði Breiðabliks.

Í 6. flokki sem eru stúlkur fæddar 2015 og 2016 voru þrjú lið og í 7. flokki, sem eru stúlkur fæddar 2017-2018 eitt lið.

Eins og venja er á mótum sem þessum þá bera Vestra liðin nöfn leikmanna í meistaraflokkum karla og kvenna.

Að þessu sinni hétu liðin Vestri Agnes Þóra, Vestri Elín Ólöf, Vestri Una Proppe í 6. flokki og Vestri Ásthildur Elma í 7. flokki.

Stúlkurnar stóðu sig frábærlega enda hafa þær verið duglegar að æfa síðustu misserin. Vestri Una Proppe og Vestri Ásthildur Elma sigruðu í sínum flokkum og fengu að launum veglegan bikar og verðlaunapeninga.

 

ÁFRAM VESTRI

 

Deila