Fréttir

6. flokkur drengja á Orkumótinu.

Knattspyrna | 02.07.2025

Dagana 26.-28. júní fór fram Orkumótið í Vestmannayejum.

Mótið sem m.a. áður hét Pollamótið siglir nú inn í sinn fimmta áratug og er fyrir drengí 6. flokki.

Tæplega 30 drengir frá Vestra tóku þátt í mótinu og stóðu þeir sig allir vel bæði innan sem utan vallar svo eftir var tekið.  Höfðu foreldrar annarra liða það sérstaklega á orði hvað hegðun og hugarfar Vestra drengjanna hafi verið til fyrirmyndar.

Þrjú lið frá Vestra tóku þátt. Í öllum félagsmótum 12 ára og yngri bera Vestra liðin nöfn leikmanna meistaraflokka karla og kvenna.

Að þessu sinni hétu liðin Vestri Elmar Atli, Vestri Daði Berg, Vestri Gunnar Jónas.

Vestri Elmar Atli sigraði í sínum flokki og fékk að launum ,,Heimaeyjabikarinn".

Liðið sigraði Tindastól 3-1 í úrslitaleik hvar okkar drengir lentu undir 0-1 en komu til baka og sigruðu með glæsibrag dyggilega stuttir af félögum sínum í Vestra Daða Berg og Vestra Gunnari Jónasi.

Fagnaði svo allur hópurinn saman í leikslok enda mikil samheldni og íþróttaandi hjá öllum iðkendum knattspyrnudeildar Vestra.

ÁFRAM VESTRI 

Deila