Þrír heimaleikir í körfunni um helgina

Körfubolti   |   17/01/20

Ef allt gengur upp verða þrír heimaleikir spilaðir í yngri flokkum Kkd. Vestra um helgina. Stúlknaflokkur byrjar og tekur á móti Breiðablik í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl. 13 á morgun, laugardag. Síðar um daginn eða kl. 16 fer fram bikarleikur í 10. flokki stúlkna á Torfnesi þar sem Vestrastúlkur mæta stöllum sínum í Fjölni/KR. Þau lið hittast svo aftur á sunnudagsmorgun kl. 11 í deildarleik og fer hann fram í íþróttahúsinu á Þingeyri.

Síðasta viðureign helgarinnar átti að vera leikur drengjaflokks Vestra gegn Valsmönnum á sunnudagseftirmiðdag en honum hefur verið frestað vegna óhagstæðrar veðurspár og óvissu um ferðaveður fyrir gestina á sunnudagskvöld.

Nánar
Mateusz Klóska íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019
Vestri   |   13/01/20

Fyrsti leikurinn 2020
Knattspyrna   |   10/01/20

Toni Jelenkovic til liðs við Vestra
Körfubolti   |   26/12/19


Viðburðir