Sumarnámskeið í körfunni

Körfubolti   |   16/06/19

Sumardagskrá körfunnar er að komast á fulla ferð eftir vel heppnaðar körfuboltabúðir. Eldri iðkendur hófu sínar æfingar í síðustu viku og nú er komið að fyrra sumarnámskeiðinu hjá yngri iðkendum, fæddir 2009-2012.

Fyrra námskeiðið hefst núna á þriðjudag og verður út vikuna 18.-21. júní, kl 13:00-14:30 á Torfnesi. Gert er ráð fyrir því að æfingar fari fram jafnt innan-sem utandyra, ef veður leyfir. Seinna námskeiðið fer fram um miðjan ágúst og verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Nánar
Nebojsa og Nemanja áfram með Vestra
Körfubolti   |   12/06/19

Körfuboltabúðirnar komnar á fulla ferð
Körfubolti   |   06/06/19

Sumarnámskeið
Hjólreiðar   |   03/06/19

Vel lukkuð uppskeruhátíð körfunnar
Körfubolti   |   03/06/19

Viðburðir