Körfuboltabúðir Vestra 2018

Búðirnar hefjast þriðjudaginn 5. júní. Móttaka þátttakenda fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi frá kl. 18:00 og búðirnar verða settar formlega á sama stað kl. 20. Dagskrá búðanna lýkur með kvöldvöku laugardaginn 9. júní og með morgunmat á heimavist sunnudaginn 10. júní. Körfuboltabúðirnar eru ætlaðar körfuboltaiðkendum frá 10 -16 ára (í 5.-10. bekk grunnskóla).

Skráningar í búðirnar fara fram hér til hliðar á síðunni eða með því að smella hér.  Þegar skráning er móttekin er staðfesting send til baka.