Fréttir

Sigrún Gunndís í landsliðshóp U-17 gegn Dönum

Knattspyrna | 21.01.2013
Sigrún Gunndís Harðardóttir leikmaður meistaraflokks BÍ/Bolungarvík hefur verið valin til æfinga með U-17 um næstu helgi, þ.e.a.s. dagana 25.-27.janúar. Einnig hefur hún verið valin í landsliðshóp U-17 sem mun spila æfingaleik við Danmörku sunnudaginn 27.janúar nk. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl.13:30.
Deila