Fréttir

Vel heppnað dómaranámskeið

Knattspyrna | 13.06.2024
1 af 3

Virkilega vel heppnað dómaranámskeið fór fram í vallarhúsinu á Torfnesi í gærkvöldi.

Námskeiðsstjóri og kennari var Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.

Magnús Már hefur starfað sem dómarastjóri hjá knattspyrnusambandinu frá árinu 2008 og því hokin af reynslu og þekkingu.

Um var að ræða unglingadómaranámskeið og þreyttu þáttakendur próf í lok námskeiðsins.

Námskeiðið var fyrir alla 15 ára og eldri og voru þáttakendur tæplega 20 talsins og komu allir úr knattspyrnustarfi Vestra.

 

ÁFRAM VESTRI 

 

Deila