Yngri flokkar

Æfingagjöld knattspyrnudeildar Vestra tímabilið 2025 - 2026 eru eftirfarandi:

  • 3. 4. og 5. flokkur iðkenda greiðir 9.500 krónur á mánuði yfir vetrartímann. fyrir allt árið. Hægt er að kaupa haustönn og vorönn. Haustönnin eru fjórir mánuðir og vorönnin fimm mánuðir. Fyrir þá sem æfa einungis yfir sumartímann, kaupa sumarnámskeið að vori sem kostar 30.000 krónur.

 

  • 6. og 7. flokkur iðkenda greiðir 6.500 krónur á mánuði yfir vetrartímann. Hægt er að kaupa haustönn og vorönn. Haustönnin eru fjórir mánuðir og vorönnin fimm mánuðir.  Fyrir þá sem æfa einungis yfir sumartímann, kaupa sumarnámskeið að vori sem kostar 25.000 krónur. 

 

  • 8.fl  (4 og 5 ára) greiðir kr. 5.000.- á mánuði árið um kring. Hægt er að skipta greiðslum í allt að 12 mánuði. Fyrir þá sem æfa einungis yfir sumartímann, kaupa sumarnámskeið að vori sem kostar 15.000 krónur. 

 

  • 20% systkinaafsláttur. (Afslátturinn virkar þannig að þú skráir 1.barn og greiðir fullt gjald. Afslátturinn kemur svo á barn nr 2 o.s.frv.)

 

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum Sportabler þar sem skráningar iðkenda fara fram. Þar er mikilvægt að skrá iðkanda í rétt námskeið til að iðkandi fari í réttan hóp á Sportabler og fái þar af leiðandi réttar upplýsingar um æfingatíma, mót, breytingar o.fl.

 

Mikilvægt er að allir skrái sig rétt eftir staðsetningum til að komast inn á rétta hópa á Sportabler og fái þar með rétt skilaboð, æfinga- og keppnisdagatöl og fleira sem kemur inn á Sportabler en öll samskipti fara þar í gegn.

 

*Verðskrá miðast frá og með 1.september 2025

 

Styrktaraðilar

Ekkert fannst