Í dag klukkan 18:00 verða Körfuboltabúðir Vestra settar og munu þær standa yfir alla vikuna fram á sunnudag. Búðirnar í ár eru þær níundu í röðinni og jafnframt þær fjölmennestu en stöðug fjölgun hefur verið í búðunum ár frá ári. Von er á hátt í 160 krökkum á aldrinum 10-16 ára víðsvegar að af landinu. Alls koma í búðirnar krakkar úr 16 körfuknattleiksfélögum og eru kynjahlutföll nánast jöfn því tæplega helmingur þátttakenda eru stúlkur.
Sem fyrr er lögð rík áhersla á að fá hæfustu þjálfara sem völ er á. Tíu aðalþjálfarar munu starfa í búðunum sem allir eru í fremstu röð en þeim til halds og traust verða sjö aðstoðarþjálfarar. Yfirþjálfari búðanna í ár er Ingi Þór Steinþórsson, yfirþjálfari Snæfells.
Dagskrá búðanna er þétt en auk tækniæfinga og spils verður boðið upp á fjölbreytt fyrirlestra fyrir krakkana auk þess sem þjálfaranámskeið er heldið samhliða búðunum.
Í ár verða jafnframt í boði svokallaðar Grunnbúðir fyrir 1.-3. bekk sem fara fram í íþróttahúsinu við Austurveg.
Deila