Fréttir

3-0 sigur Vestra stelpna í fyrsta heimaleiknum í 1. deild

Blak | 01.10.2017

Meistaraflokkur kvenna hjá Vestra sigraði ÍK í sínum fyrsta heimaleik í 1. deildinni þetta keppnistímabilið. Leikurinn fór 3-0 fyrir Vestra. Fyrsta hrinan fór 25-20, sú næsta 25-19 og þriðja hrinan fór 25-22. Hrinurnar voru jafnar og skiptust liðin á að vera með forystu. Lið Vestra spilaði vel og það verður áhugavert að fylgjast með stelpunum í vetur. 

Deila