Fréttir

3. deild kvenna og yngri flokkar

Blak | 16.02.2011

Blakæfingar hjá yngri flokkum falla niður á föstudaginn. Ástæðan er sú að kvennalið Skells er að fara á 3. deildar mót um helgina og þar með allir þjálfarar félagsins. Á 3. deildar mótinu sem haldið var hér á Ísafirði í haust endaði Skellur í 1. sæti í sínum riðli. Nú á næsta móti verður hópnum skipt upp í 3. deild annars vegar og 4. deild hinsvegar og mun Skellur að sjálfsögðu spila í 3. deild. Konurnar eru staðráðnar í að fylgja eftir góðum árangri en ljóst er að það verður ekki auðvelt því liðið gæti mætt fleiri erfiðum andstæðingum en á síðasta móti. Jamie Landry, þjálfari félagsins og lykil-leikmaður slasaðist á ökkla á æfingu um daginn, en vonast er til þess að hún nái að spila með á mótinu þrátt fyrir meiðslin.

Deila