Fréttir

3.deildin, tveir sigrar og eitt tap

Blak | 14.04.2010

Kvennalið Skells keppti í síðustu umferð 3. deildar Íslandsmótsins um síðustu helgi. Liðið spilaði þrjá leiki og vann tvo af  þeim en tapaði einum. Þrátt fyrir það lenti Skellur í þriðja sæti af fjórum í riðlinum þar sem þrjú efstu liðin voru öll með fjögur stig en Skellur með lakasta hrinuhlutfallið. Leikirnir voru spennandi og skemmtilegir eins og venjulega í þessu móti. Skellur lenti í heildina í 9. sæti 3. deildar sem er nálægt miðri deild.

Deila