Fréttir

Aðalfundur Blakfélagsins Skells

Blak | 17.02.2016

Blakarar og blak-krakkaforeldrar í Ísafjarðarbæ athugið.

Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn laugardaginn 27 febrúar 2016 kl. 15.00 í fundarsal HSV á efstu hæð í Vestra húsinu.

Dagskrá fundarins:

  • Skýrslur stjórnar
  • Lagabreytingar
    • Tillaga um að staðfesta þátttöku blakfélagsins í nýja sameinaða fjölgreinaíþróttafélaginu Vestra
    • Tillaga að reglugerð fyrir blakdeild Vestra kynnt og lögð fram til samþykktar
  • Kosning í stjórn og ráð (fer eftir niðurstöðu kosninga um sameiningu og orðalag reglugerðar)
  • Önnur mál 

Foreldrar og félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Stjórnin

Deila