Fréttir

Æfingar að hefjast í krakkablakinu.

Blak | 01.09.2010

Mánudaginn 6. september hefjast æfingar hjá yngri flokkum í blaki. Boðið er upp á æfingar fyrir 1.-9. bekk, en 1.-4. bekkur kemur nýr inn. Fyrir byrjendur verða engin æfingagjöld í september og eru allir hvattir til að mæta og kynna sér íþróttina. Reynslan hefur sýnt að blak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman að mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í boltaíþróttum áður.  Þjálfari verður Jamie Landry, en henni til aðstoðar fyrir yngri aldurshópana til að byrja með verða Harpa Grímsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

 

Til að byrja með verða æfingarnar í íþróttahúsinu Torfnesi þar sem litla íþróttahúsið við Austurveg er lokað næstu vikurnar vegna gluggaskipta. Af þessum sökum verður sér æfingatafla fyrir september, sem síðan breytist væntanlega í byrjun október. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um æfingatíma í september.

 

  • 1.-4. bekkur (6. og 7. flokkur): Þriðjudagar og föstudagar kl. 14-15. Tveir þjálfarar verða á æfingum og hópnum skipt upp eftir aldri.
  • 5.-6. bekkur: (5. flokkur) Mánudagar og fimmtudagar kl. 16-17
  • 7.-9. bekkur: (4. flokkur) Þriðjudagar kl. 15-16 og fimmtudagar kl. 16-17

 

Allir tímarnir eru í Torfnesi.

 

Undir tenglinum æfingatafla má svo skoða drög að æfingatöflu fyrir okt.-maí 

 

Aðrar upplýsingar:

 

Stefnt er að því að senda nokkur lið í 4. og 5. flokki til þátttöku á Íslandsmótið í blaki. Þetta var gert í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel til. Ferðirnar voru skemmtilegar og árangurinn góður.  Blí hefur ákveðið hvar og hvenær mótin verða í ár:

 

Fyrra mótið verður haldið á Akureyri helgina 6.-7. nóvember

Seinna mótið verður haldið í Mosfellsbæ helgina 1.-3. apríl

 

Að sjálfsögðu verðum við einnig með innanfélagsmót og samæfingar öðru hvoru í vetur.

 

Helgina 30.-31. október verður haldin túrnering í Íslandsmóti 3. deildar kvenna í blaki. Þá koma 10.-14. lið hingað og munu yngri flokkar Skells sjá um kaffisölu sem fjáröflun. Skipuð verður nefnd til að halda utan um söluna.

 

Frekari upplýsingar varðandi yngri flokka starfið veitir Harpa í síma 843 0413 og Sólveig í síma 849 0108

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í næstu viku!

 

Deila