Fréttir

Æfingar í karla- og kvennaflokki hefjast í dag

Blak | 31.08.2010

Æfingar í karla- og kvennaflokki hefjast í dag, æfingatímar eru eins og síðasta vetur þ.e. á þriðjudögum kl.21, fimmtudögum kl.19:40 og á sunnudögum kl.15:40.
Þjálfari félagsins kemur ekki til starfa fyrr en 6. september en fram að því munu verða léttar æfingar með aðaláherslu á spilið, svo nú er um að gera fyrir alla að mæta og koma sér í blakgírinn :) 

Boðið verður upp á sérstaka byrjendatíma fyrir konur einu sinni í viku og mun tímasetning þeirra verða birt hér á heimasíðunni innan tíðar.

Deila