Fréttir

Árangur yngri flokka á Íslandsmótum í vor

Blak | 02.05.2016
Íslandsmeistarar í 4. flokki pilta. Gautur Óli, Sigurður Bjarni, Þórunn Birna, Sóldís, Kári og Tihomir þjálfari
Íslandsmeistarar í 4. flokki pilta. Gautur Óli, Sigurður Bjarni, Þórunn Birna, Sóldís, Kári og Tihomir þjálfari

Yngri flokkar Skells hafa staðið sig vel á Íslandsmótum í vor. Hér fyrir neðan er farið yfir árangurinn og myndir af liðunum.

Skellur varð um helgina Íslandsmeistari í 4. flokki pilta - A-liða. Það er glæsilegur árangur hjá krökkunum, ekki síst í ljósi þess að helmingurinn af liðinu er í rauninni í 5. flokki og spiluðu því upp fyrir sig. Þau spiluðu æsispennandi undanúrslitaleik við Þrótt Nes og unnu síðan HK í úrslitum einnig í háspennuleik.

Í 5. flokki endaði Skellur í 2. sæti A-liða eftir mikla baráttuleiki við Þrótt Nes sem urðu Íslandsmeistarar. Í 5. flokki er keppt í blönduðum liðum. Þessi tvö lið eru þau bestu á landinu í þessum aldursflokki og hafa spilað mikla baráttuleiki í vetur.

Í 5. flokki D-liða fékk Skellur gull um helgina. En það eru krakkar sem byrjuðu að æfa í vetur og voru á sínu fyrsta móti og stóðu sig virkilega vel. Þau spila stig 2 sem er afbrigði af blaki hannað til þess að kenna ungum krökkum blak.

Í 3. flokki A-liða stúlkna endaði A-lið Skells í 3. sæti, sem telst mjög góður árangur. Margar stelpnanna sem þær etja kappi við í þeirri deild spila einnig í úrvalsdeildinni í blaki. Þær voru með sama stigafjölda og liðið í 2. sæti, en lakara hrinuhlutfall.

Í 3. flokki B-liða stúlkna lenti B-lið Skells í 4. sæti.

Krakkarnir í Skelli eru frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri. Einnig sendi Stefnir frá Suðureyri sér lið á Íslandsmót um helgina sem náði sér í brons í 5.flokki C-liða - vel gert hjá þeim.

Fleiri myndir á Facebook

Deila