Fréttir

Arnar nýr í stjórn félagsin

Blak | 30.03.2013 Blakfélagið Skellur hélt aðalfund sinn þriðjudagskvöldið 19 mars.  Um var að ræða hefðbundin aðalfundarstörf.  Skýrslu formanns má finna undir félagið og skýrslur, þar sem nokkuð ítarlega er farið yfir starfsemi ársins 2012.  Í skýrslu gjaldkera kom fram að fjárhagsleg staða félagsins er traust og ágætur afgangur varð á síðasta ári.  Munar þar mest um þau tvö blakmót sem félagið hélt á vegum BLÍ.Einhverjar mannabreitingar urðu í stjórn félagsins.  Samkvæmt lögum félagsins er árlega kosinn formaður og að auki tveir af fimm stjórnarmönnum og báðir varamenn stjórnar.  Arnar Guðmundsson frá Súgandafirði kemur nýr inn í stjórn í stað Gunnars Bjarna Guðmundssonar.  Þá kemur Ari Klængur Jónsson nýr inn í vara stjórn í stað Margrétar Eyjólfdóttur.  Í Barna og unglingaráði var Svava Rán Valgeirsdóttir kjörinn ný inn í stað Arnheiðar Ingibjargar Svanbergsdóttur.Vill undirritaður bjóða nýkjörna stjórnarmenn velkomna til starfa fyrir félagið og íþróttina sem og þakka hinum sem losnuðu undan skyldum, kærlega fyrir þeirra framlag á undanförnum árum. Deila