Fréttir

Blakfélagið Skellur óskar eftir að ráða þjálfara

Blak | 01.07.2014

Blakfélagið Skellur á Ísafirði óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2014-2015.

Félagið heldur úti æfingum hjá meistaraflokki karla og kvenna og einnig í yngri flokkum, 3. til 5. flokki.  Þá hefur félagið verið þátttakandi í íþróttaskóla HSV og séð um blakþjálfun barna í 3.-4. bekk í lotum nokkrum sinnum yfir veturinn.  Í boði er að taka við allri þjálfun á vegum félagsins eða hluta af henni.

Félagið sér um að útvega íbúð og getur aðstoðað við að finna vinnu með, en þjálfunin getur ekki talist fullt starf.

Áhugasamir hafi samband við formann félagsins í gegnum netfangið sigurdurjh@internet.is fyrir 1 september.

Deila