Fréttir

Blakmót - Jólasprettur Skells 2008

Blak | 03.12.2008 Blakfélagið Skellur heldur blakmót sunnudaginn 14.desember n.k.

Mótið er opið öllum fullorðnum einstaklingum sem eitthvað hafa spilað blak í gegnum tíðina. Þetta er kjörið tækifæri til að hreyfa sig ærlega á milli jólahlaðborða og smákökuáts!

Mótið hefst kl.13:30 og lýkur ekki seinna en kl. 17:00

Keppt verður í fjögurra manna liðum og verður þátttakendum raðað í fjóra styrkleikaflokka af þjálfara félagsins og síðan verður dregið í lið, (einn úr hverjum styrkleikaflokki í hvert lið)  Keppni ætti því að verða jöfn og spennandi.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og að auki verða ýmis aukaverðlaun, s.s. fyrir jólalegustu búningana, pönnuköku mótsins, o.fl. 

Þeir sem vilja æfa sig fyrir mótið  eru velkomnir  á æfingu hjá félaginu en upplýsingar um æfingatímana eru hér á síðunni undir tenglinum: fullorðinsblak

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið:asdisbirna@simnet.is

skráningu lýkur á miðnætti 10.desember.


Stjórnin

Deila