Fréttir

Blakvertíðin að hefjast hjá Skelli

Blak | 29.08.2008

Blakæfingar á vegum Blakfélagsins Skells hefjast í næstu viku. Mikið verður um að vera í blakinu í vetur, enda blakarar fullir eldmóðs eftir vel heppnað öldungamót í vor.


Krakkablak:
Krakkablakæfingar verða á vegum félagsins á Suðureyri og Ísafirði og verður nokkrum árgöngum bætt við frá því sem var í fyrra. September verður kynningarmánuður og engin æfingagjöld. Krakkar eru því hvattir til að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt.

Tímarnir verða sem hér segir:

Ísafjörður:
3.-4. bekkur: Æfingar í íþróttahúsinu við Austurveg kl. 13:50-14:40 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þjálfarar verða Harpa Grímsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. Fyrsti tíminn verður fimmtudaginn 4. september.
5.-7. bekkur: Æfingar í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Aðalþjálfari verður Sigríður Guðjónsdóttir. Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 3. september.

Suðureyri:
1.-4. bekkur: Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:00-15:00. Þjálfari verður Þorgerður Karlsdóttir
5.-10. bekkur: Mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:00. Þjálfari verður Þorgerður Karlsdóttir
Æfingar á Suðureyri munu hefjast mánudaginn 8. september.

Íþróttafélagið Höfrungur mun sjá um krakkablakæfingar á Þingeyri og mun auglýsa þær síðar.


Fullorðinsblak:
Í vetur verður boðið upp á sérstaka tíma fyrir byrjendur og er öllum frjálst að koma og kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt.

Byrjendur:
Íþróttahúsið Torfnesi á þriðjudögum kl. 21 og sunnudögum kl. 15:40. Fyrsti tími verður sunnudaginn 7. september. Þjálfari verður Harpa Grímsdóttir og fleiri reyndir blakarar.

Þeir sem hafa blakað áður:
Íþróttahúsið Torfnesi á fimmtudögum kl. 19:40 og sunnudögum kl. 15:40. Fyrsti tíminn verður fimmtudaginn 4. september.

Deila