Fréttir

Deildarmeistaralið Vestra

Blak | 29.03.2017

Karlalið Vestra hefur lokið keppni þetta tímabil í 1. deild karla í blaki. Liðið sigraði deildina og fékk deildarmeistarabikarinn afhentan í Hveragerði um síðustu helgi.

Síðustu tveir leikirnir töpuðust þó á móti spræku liði Hamars 3-2 og 3-0, en Vestri var þegar búinn að tryggja sér sigur í deildinni. Tvo lykilleikmenn vantaði í síðasta leikinn þá Karol og Birki.

Næsta verkefni liðsins er risastórt: Undanúrslitaleikur í Kjörísbikarnum í Höllinni þann 7. apríl. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Athugið að Vestri selur helgarpassa á undanúrslit og úrslit í bikar karla og kvenna á kr. 4000. 

Deila