Fréttir

Félagsfundur um mögulega þáttöku í fjölgreinafélaginu Vestra.

Blak | 16.11.2015

Ágætu félagsmenn.

Minnt er á boðann félagsfund miðvikudagskvöldið 18 nóvember nk, kl 20:30 sem fram fer á efri hæðinni í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Fundarefnið er möguleg þáttaka í stofnun fjölgreinaíþróttafélagsins Vestra.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur staðið yfir allt árið 2015, viðræður og undirbúningur fyrir stofnun nýs fjölgreina íþróttafélags hér á norðanverðum Vestfjörðum. Þau félög sem áhugasöm voru í upphafi skipuðu fulltrúa í sameiningarnefnd og hafa starfað með nefndinni allann tímann eru; BÍ, Blakfélagið Skellur, KFÍ og Sundfélagið Vestri.

Áætlaður stofndagur er 22 nóvember 2015.

Á fundinum verður borin upp til atkvæða svohljóðandi tillaga:

„Blakfélagið Skellur samþykkir að taka þátt í stofnun nýs fjölgreinafélags undir merkjum Vestra og er áætlaður stofndagur þann 22. nóvember 2015. 

Með samþykkt þessari er stjórn Blakfélagsins Skells gefinn heimild til að koma að stofnun Íþróttafélagsins Vestra með það fyrir augum að Blakfélagið Skellur verði Blakdeild Vestra.

Samþykkt þessi öðlast ekki að fullu gildi fyrr en með staðfestingu næsta aðalfundar Blakfélagsins Skells.“

Til að tillagan teljist samþykkt þarf hún að hljóta 2/3 gildra atkvæða á fundinum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu ákvörðun.  Jafnframt er minnt á að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 18 ára hafa atkvæðisrétt fyrir þeirra hönd.

Stjórnin

Deila