Fréttir

Ferð á Patró og áskorendaleikur

Blak | 20.09.2011 Frændur okkar Tálknfirðingar hafa tekið frá íþróttahúsið á Patreksfirði laugardaginn 1. október. Þeir ná líklega að búa til a.m.k. tvö karlalið úr leikmönnum frá Tálknafirði, Bíldudal og hugsanlega Patreksfirði. Kvennalið Tálknfirðinga er líka klárt. Vonandi tekst okkur í Skelli að búa til eitt kvenna- og eitt karlalið og skella okkur í heimsókn suðureftir.

Til viðbótar við þetta hafa handknattleiksdrengir Harðar í 2. flokki hafa skorað á meistaraflokka Skells í blak. Leikirnir verða á æfingu í kvöld, þriðjudaginn 20. sept. Deila