Fréttir

Ferðalag blakkrakka til Ólafsvíkur

Blak | 23.03.2009

Ákveðið hefur verið að fara í ferðalag með blakkrakkana á Suðureyri og Ísafirði. Ferðinni er heitið til Ólafsvíkur og verður farið af stað föstudaginn 3. apríl og komið heim sunnudaginn 5. apríl. Þegar hafa margir skráð sig í ferðina, en síðasti séns til að láta vita er 23. mars.

 

Farið verður með rútu. Vonandi verður opið yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði, en þá munum við taka Baldur. Annars verður keyrt alla leið. Miðað er við að ferðin muni kosta kr. 6000 á hvert barn.

 

Nánari útfærsla ferðarinnar verður kynnt síðar.

Þjálfarar

Deila