Fréttir

Fimm Vestrastelpur í úrtakshópum blaksambandsins í U17 og U19

Blak | 01.12.2017

Fimm stelpur úr Vestra hafa verið valdar á úrtaksæfingar vegna landsliðsverkefna hjá Blaksambandi Íslands. Þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Sóldís Björt Blöndal komust áfram í 17 manna úrtak fyrir U17 ára landsliðið. Auður Líf Benediktsdóttir, Guðrún Ósk Ólafsdóttir og Monika Janina Kristjánsdóttir eru í 30 manna úrtaki fyrir U19 ára landsliðið. U17 ára liðið tekur þátt í undankeppni EM í Tékklandi 4.-7. janúar og U19 ára liðið tekur þátt í undankeppni EM í Úkraínu 11.-14. janúar.

Blakdeild Vestra er stolt af sínum leikmönnum og óskar stelpunum góðs gengis á úrtaksæfingum

Deila