Fréttir

Fjáröflunarvinna Skells

Blak | 05.06.2012

Fjöruhreinsunin verður fimmtudaginn 7 og sunnudaginn 10 júní og hefst kl. 16 báða dagana.

Fullorðnir blakarar mæti við bensínstöð N1 en blakkrakkar og foreldrar þeirra mæti inni við Kofrahúsið, þar sem skipt verður niður svæðum. Ætlast er til þess að krakkar í 3, 4. og 5. flokki mæti og gott ef foreldrar komast með. Einnig er reiknað með öllum þeim fullorðnum iðkendum sem farið hafa á mót síðastliðið ár.
Þetta er verkefni sem þarf að vinnast á fjöru og óvíst hvenær sjávarföll verða hagstæð á næstunni. Þess vegna reynum við að klára þetta á þessum tveimur dögum og munum að klæða okkur eftir aðstæðum. Reiknað er með að við getum verið að í 2-3 tíma hvorn dag.

Fjöruhreinsunin er ein af fáum öruggum fjáröflunum Blakfélagsins Skells og því mjög mikilvægt að allir iðkendur og foreldrar taki þátt í þeim hluta blakstarfsins.

Deila