Fréttir

Fjöldi þátttakenda í Kvennahlaupinu svipaður og í fyrra

Blak | 19.06.2010 Alls tóku hátt á  þriðja hundruð konur þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ í ár og er það svipuð þátttaka og á síðasta ári.
Konur frá hinum ýmsu stöðum á landinu og einnig frá hinum ýmsu heimshlutum m.a. frá Kamerún tóku þátt í hlaupinu á Ísafirði í ár. Guðný Stefanía sá um upphitun og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Siðustu ár hefur verið gott veður þegar hlaupið fer fram og svo var einnig nú, og var hitastigið 15°
Í forskráningu í gær á Silfurtorginu komu þrír Hollendingar og voru svo hrifnir af litunum á bolunum að þeir skráðu sig í hlaupið og keyptu boli, fannst nú bara ekkert mál þó það stæði kvennahlaup á þeim, þeir mættu hins vegar ekki í hlaupið í dag. Að auki keypti íslenskur veitingamaður bol og ætlaði að klæðast honum í dag til að styðja okkur konur á þessum degi.
Við viljum þakka Versluninni Jón og Gunnu, versluninni á Hlíf og skrifstofu Sjóvá fyrir að sjá um forskráningu fyrir okkur og bestu þakkir fær Ísinn fyrir að færa okkur fullt kar af ís til að kæla drykkina :)

Hægt er að skoða fleiri myndir frá hlaupinu á myndasíðu félagsins.


Deila