Fréttir

Fjöruhreinsun hjá öllum flokkum laugardaginn 26.júní

Blak | 24.06.2010  

Fjöruhreinsun hjá öllum flokkum laugardaginn 26.júní

 

Mæting hjá bæði fullorðnum og börnum við Íþróttahúsið á Torfnesi kl.13:30

 

Hreinsuð verður fjaran frá bensínstöðinni og út að Skarfaskeri í Hnífsdal.

 

Krakkablakið á Suðureyri sér síðan um að hreinsa hálfa fjöruna á Flateyri.

 

Þetta er fjáröflun sem krakkarnir í blakinu geta séð um sjálf án aðstoðar foreldra sinna og mikilvægt að allir sem mögulega komist mæti. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir íslandsmótin.

Stjórn og barna og unglingaráð félagsins.

Deila