Fréttir

Frábær árangur hjá Skelli

Blak | 31.10.2010

Nú er Íslandsmótinu í 3.deild kvenna lokið. Óhætt er að segja að árangur Skells hafi farið fram úr björtustu vonum því þær unnu alla leikina sína í mótinu án þess að tapa hrinu. Þetta er hreint út sagt frábær árangur. Liðið verður því áfram í 3.deildinni ásamt sex öðrum liðum en sjö lið féllu niður í 4.deild eftir þetta mót.
Nú er bara að halda áfram að æfa vel því nú verða enn sterkari lið í næsta 3.deildarmóti sem fer fram á Álftanesi 18.-20. febrúar n.k.

Deila