Fréttir

Fyrsti bikarleikur Ísfirðinga í blaki

Blak | 21.01.2017

Karlalið Vestra í blaki tekur þátt í bikarmóti Blaksambandsins og er það væntanlega í fyrsta sinn sem blaklið frá Ísafirði tekur þátt í bikarnum. Vestri sat hjá í fyrstu umferð, vegna þess að tvær efstu deildirnar sátu hjá. En sunnudaginn 22. janúar eiga þeir útileik við Hrunamenn og er leikurinn spilaður á Flúðum. Hrunamenn sigruðu sinn leik í fyrstu umferð en þeir spila í 2. deild Íslandsmótsins. Vestramenn eru ákveðnir í að gera sitt besta, og ef þeir skyldu ná sigri gætu þeir mætt úrvalsdeildarliði í næstu umferð. 

Deila