Fréttir

Fyrstu heimaleikirnir í blaki verða um helgina

Blak | 03.11.2016

Um helgina tekur karlalið Vestra í blaki á móti Fylki. Fyrri leikurinn er á laugardaginn 5. nóvember kl. 14:30 og seinni leikurinn á sunnudaginn 6. nóvember kl. 10:00.  Það kostar ekkert inn á leikina og allir eru hvattir til að kíkja í Torfnes og sjá skemmtilegt blak. Vestri vann Aftureldingu örugglega fyrir tveimur vikum í Mosfellsbæ og liðið lítur vel út fyrir tímabilið. Þjálfari Vestra, Tihomir Paunovski, spilar sem uppspilari í liðinu, en hann er fyrrum atvinnuleikmaður í Evrópu. Einnig er virkilega gaman að fylgjast með hinum ungu og efnilegu leikmönnum Vestra - nú og auðvitað þessum gömlu líka!

Deila