Fréttir

Góður sigur á ÍK

Blak | 12.11.2016

Kvennalið Vestra sigraði lið ÍK 3-1 í Torfnesi í spennandi leik í 1. deild Íslandsmótsins. Vestri tapaði fyrstu hrinunni með minnsta mun, 25-27, en vann síðan næstu þrjár hrinurnar og var liðið vel stutt af áhorfendum. Þetta er þriðji leikur liðsins í vetur og fyrsti sigurinn. Liðið er nú að mestu samsett af ungum leikmönnum og í þessum leik voru aðeins tveir "eldri" reynsluboltar í hópnum. Allar stóðu sig vel og þetta var sigur liðsins, en það má nefna að hin 14 ára gamla Katla Vigdís Vernharðsdóttir kom sterk inná og átti góðan leik.

Deila