Fréttir

Hafsteinn Már með U17 landsliðinu í Búlgaríu um páskana

Blak | 18.04.2017
Hafsteinn Már unglingalandsliðsmaður smassar gegn sterkri hávörn
Hafsteinn Már unglingalandsliðsmaður smassar gegn sterkri hávörn

Flestir blakarar Vestra voru í blakfríi um páskana, stunduðu skíði og rokktónleika eins og Ísfirðingum sæmir. En þrjú blaklandslið voru í verkefnum um páskana. Vestri átti fulltrúa í einu þeirra, Hafsteinn Már Sigurðsson spilaði með U17 drengjalandsliðinu á Evrópumóti í Búlgaríu. Íslensku strákarnir töpuðu sínum leikjum á móti geisisterkum liðum, en áttu góða kafla og fór jafnt og þétt fram.

Hér er frétt á síðu Blaksambandsins um verkefni landsliðanna um páskana

Deila