Fréttir

Hvað segir þjálfarinn um liðið og mótið framundan !!!

Blak | 27.10.2010

Jamie, nú styttist í fyrsta 3.deildarmót vetrarins hjá kvennaliðinu, er hópurinn svipaður nú og í fyrra ?

Þetta tímabil höfum við í Skelli á að skipa mörgum öflugum leikmönnum.  Það hafa bæst við tveir leikmenn sem koma erlendis frá og eru hér í Meistaranámi við Háskólasetur Vestfjarða.  Fjölbreytni liðsins er orðin meiri og nú höfum við auka uppspilara.  Þetta gefur meiri möguleika og virkar sem hvatning fyrir leikmenn því það er meiri samkeppni um stöður í liðinu.

Liðið einbeitti sér að grunnatriðunum fyrsta mánuðinn. Ég trúi því að án réttrar undirstöðu sé hætta á að leikmenn verði kærulausir og seinir. Nú þegar við höfum góðan skilning á grunninum þá höfum við undanfarið unnið að því að fínpússa og fullkomna önnur atriði leiksins. Ég hef einnig lagt áherslu á þrekið. Við spilum jú í fáum mótum á hverju ári, en spilum sex til átta leiki á aðeins tveimur dögum þannig að form leikmanna skiptir miklu máli fyrir velgengni liðsins.


Þetta er fyrsta verkefnið þitt sem þjálfari, ertu ekki spennt ?

Það kemur sér vel að á síðasta ári spilaði ég með Skelli og þess vegna þekki ég vel til liðsins og  blaks almennt á Íslandi, þess vegna er ég ekki eins stressuð og ég væri annars. Það á vel við mig að hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum jafnt innan vallar sem utan, svo ég nýt þess sannarlega að vera í þannig stöðu sem gefur mér tækifæri til þess á hverjum degi. Ég get varla beðið eftir að komast í keppnisgallann og gefa allt mitt í leikinn. Ég hef mikla trú á konunum í Skelli og hlakka til að við getum sýnt hvað við erum færar um að afreka í mótinu.


Nú er hópurinn sem tekur þátt eflaust stærri en þegar þarf að ferðast langa leið þar sem mótið er haldið hér á Ísafirði, er það ekki mikill kostur ?

Að fá að halda mót á Ísafirði er frábært. Ennfremur þá er þetta fyrsta mót vetrarins svo við erum enn spenntari að sýna hinum liðunum sem og bæjarbúum öllum hvað við höfum æft vel nú í haust. Stuðningur fjölskyldu og vina skiptir gríðarlega miklu og ég hugsa að mér sé óhætt að segja að við munum hafa stærsta stuðningsmannahópinn á mótinu.


Nú verður 3.deildinni skipt upp eftir þetta fyrsta mót og sjö efstu liðin verða áfram í 3.deild en hin falla niður í 4.deild, hverjar eru væntingarnar, á Skellur ekki góða möguleika að halda sér í 3.deildinni ?

Skellur er lið sem spilar fyrir ástríðu sína á leiknum og af leikgleði.  Ég held að þetta séu góðir kostir. Ég segi alltaf að góður liðsandi og góð tök á leiknum, sé lykillinn að sigri. Þessi hugsun mun hjálpa okkur að spila okkar bestu leiki og að mínu mati halda okkur í 3.deildinni.

Fagnið okkar er; Skellur, berjast, brosa........Ég held við munum akkúrat gera það.

 

Allar upplýsingar um leiki á mótinu er að finna á:
http://blak.is/load_game.asp?mot=173%2D%CDslandsm%F3t+BL%CD+2010%2D2011

Leikir Skells á mótinu eru:

Tími

Deild

Lið A

Lið B

Laugardagur 30. október 2010

10:00

3. d.Suð B Kvk

UMFG

Skellur

12:00

3. d.Suð B Kvk

Skellur

Álftanes B

14:00

3. d.Suð B Kvk

Fylkir C

Skellur

Sunnudagur 31. október 2010

09:00

3. d.Suð B Kvk

Skellur

Stjarnan B

11:00

3. d.Suð B Kvk

Bresi B

Skellur

13:00

3. d.Suð B Kvk

Skellur

Afturelding B

Deila