Þann 16. janúar 2016 var haldinn stofnfundur íþróttafélagsins Vestra og fagnar félagið því nú 10 ára afmæli. Af því tilefni var efnt til samkomu í sal félagsins í Vallarhúsinu á Torfnesi þar sem kynnt var nýtt stuðningslag fyrir Vestra. Er það samið af þeim Þormóði Eiríkssyni, Ásgeiri Kristjáni Karlssyni, Elvari Orra Palash Arnarssyni og Kristjáni Sturlu Bjarnasyni. Þá var Hjalti Karlsson útnefndur heiðursfélagi Vestra en hann gegndi formennsku fyrstu árin og leiddi undirbúningsnefnd að stofnun félagsins.
Nú árið 2026 eru deildirnar orðnar 6 með tveimur nýjum deildum, Hjólreiðadeild Vestra og Lyftingadeild Vestra.
Einn af þeim þáttum sem efla styrk Vestra er auk hagræðingar, sameiginleg sýn. Veigamikill þáttur í starfi íþróttafélaga snýr nú sem endranær uppeldis og félagshlutverki. Auk þess að vera með sérlög er Vestri með skýrt afmarkaða jafnréttisstefnu, forvarnarstefnu og siðareglur. Gildi félagsins eru Virðing Gleði og Metnaður.
Félagsmenn og stjórnendur líta á það sem hlutverk Vestra að skapa umhverfi sem hvetur félagsmenn til að ná markmiðum sínum og skara fram úr í leik og starfi. Stjórnendur og aðstandendur Vestra íþróttafélags eru þess meðvitaðir að jafnhliða keppni og sigrum, þá er íþróttastarf uppeldisstarf. Þar eru iðkendum kennd gildi félagsins og þau viðhorf sem samfélagið vill halda á lofti.
Gísli Jón Hjaltason
Deila