Fréttir

Íslandsmeistarar í blaki!

Blak | 08.05.2017
Íslandsmeistarar 4. flokks Vestra: Efri röð f.v. Sóldís Björt, Karol, Sigurjón, Gautur Óli, Sigurður Bjarni. Neðri röð f.v. Svanfríður, Weronika og Kári. Ljósmynd Ágúst Atlason
Íslandsmeistarar 4. flokks Vestra: Efri röð f.v. Sóldís Björt, Karol, Sigurjón, Gautur Óli, Sigurður Bjarni. Neðri röð f.v. Svanfríður, Weronika og Kári. Ljósmynd Ágúst Atlason
1 af 3

Vestri átti nokkur lið á Íslandsmótinu í blaki hjá 4.-6. flokki sem fram fór á Ísafirði núna um helgina. Allir okkar krakkar stóðu sig frábærlega. Fjórði flokkur Vestra keppir í piltadeildinni þar sem meirihluti liðsins eru strákar en í því eru einnig mjög öflugar stelpur. Liðið gerði sér lítið fyrir og nældi í Íslandsmeistaratitilinn. Fyrst fór fram heil umferð í deildinni og síðan kepptu þrjú efstu liðin til úrslita. A-lið Þróttar Nes hafa oft reynst erfiðir andstæðingar fyrir okkar krakka, og unnu þeir Íslandsmótið síðasta haust. Núna spiluðu þessi lið aftur til úrslita og áttu tvo magnaða leiki þar sem ekkert var gefið eftir. Frábær blaktilþrif hjá báðum liðum - en Vestri hafði sigur að þessu sinni.

Einnig eignaðist Vestri Íslandsmeistara í B-deild 5. flokks, þar sem spiluð er útgáfa af blaki sem kallast 3. stig. Þá þurfa að vera þrjár snertingar innan liðsins og annar bolti er gripinn, en að öðru leyti eru blaksnertingar. Virkilega skemmtilegur leikur og verða oft langar og spennandi lotur. Það er mjög góður árangur hjá Vestrakrökkunum að ná þessum titli og mikil framför sem hefur orðið hjá krökkunum á þessum aldri.

 

Deila