Fréttir

Íslandsmótið í Kópavogi

Blak | 23.03.2010  

Seinni hluti íslandsmótsins fer fram í Kópavogi dagana 16.-18. apríl nk. Öllum krökkum sem æfa blak með Skelli er velkomið að vera með.

 

Við reiknum með því að fljúga suður á föstudegi og til baka með seinni vél á sunnudegi.
Áætlaður kostnaður pr. barn er á bilinu 10-12 þús. krónur. Allt er innifalið, þ.e. flugfar, gisting í skóla og matur. Foreldrar staðfestið þátttöku barna ykkar eigi síðar en á föstudaginn 26. mars.

 

Foreldrafundur um ferðina og fjáröflun fyrir hana verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi, miðvikudaginn 24. mars kl. 18:00. Þar verður skipulag ferðarinnar rætt í meiri smáatriðum.
 

Kveðja,

 

Þjálfarar: 

        Harpa, s. 8430413, harpa@vedur.is

        Sólveig: s. 8490108

Deila