Fréttir

Íslandsmótið í blaki, 3.deild kvenna

Blak | 19.02.2009 Þá er komið að seinni umferð riðlakeppninnar á Íslandsmótinu, en hún fer fram í Ólafsvík á morgun og laugardaginn.
Frekar er nú dræm þátttaka hjá blakkonum í Skelli en einungis sex konur fara til Ólafsvíkur s.s. enginn varamaður í þetta sinn. Við vonum að þær verði allar vel sprækar og fullar af orku því  það verða spilaðir 6 leikir á tæpum sólarhring.
Í 3.deildinni eru skráð til leiks 23 lið, 4 lið spila í riðli fyrir norðan, 5 lið fyrir austan og 14 lið spila í 2 riðlum fyrir sunnan.
Úrslitakeppnnin verður svo á Álftanesi helgina 20.-21. mars.
Leikjaplanið má skoða með því að smella hér
Deila